
Dansmeistari á heimsmælikvarða
Allar götur frá því ég var hjá enskum dansmeistara við Hverfisgötu hef ég hrifist af dansi, alls konar dansi, ekki bara klassískum ballett sem ég lærði í mörg ár og varð til þess að leið mín lá inn í leikhúsið síðar meir, heldur ekki síst því sem kallað er nútímadans. Margir kvarta yfir því að þeir skilji

Hreinsun
Um áramótin síðustu var ég beðin um að tala í fimm mínútur um hreinsun í Ríkisútvarpinu undir dagskrárliðnum Uppástand. Ég las textann inn á símann minn og sendi hann síðan frá mér. Og þar sem ég er alltaf að hreinsa til í lífi mínu, fann ég þennan texta í tölvunni rétt í þessu og leyfi honum að fljóta hér með öðrum hugleiðingum.
Óvenjulegur höfuðverkur
Það hefur tekið á að flytja til annars lands og koma sér fyrir og þess vegna þarf ég stundum á slökun að halda. Hana fæ ég í faðmi kærastans þegar ég fer til hans í hvíldarinnlögn en hann býr í Hveragerðisfjarlægð frá mér. En ég fæ hana líka í faðmi náttúrunnar sem umlykur litla þorpið hans. Það er alltaf heilnæmt að hitta skóginn aftur, heilsa upp á vorið og finna ilminn af greninu. Heilnæmt fyrir sál og

Samtíminn á leiksviðinu
Í dag eru nákvæmlega 2067 ár síðan Júlíus Sesar, einvaldur í Róm á sínum tíma, var veginn af nokkrum samsærismönnum í Pompejus leikhúsinu í nágrenni við Campo diei Fiori torgið í miðborginni. Einn besti vinur hans Brútus var þar í forvígi eins og allir vita, en lokaorð Sesars á dauðastundinni: Et tu, Brute (og þú líka Brútus) eru líklega þekktust af leikriti Shakespeares Júlíus Sesar.

Fyrir alla muni
Þegar mér líður illa og þá meina ég illa, einkum á sálinni, deyfi ég ekki sársaukann með lyfjum, hvorki læknadópi né eiturlyfjum, ekki einu sinni áfengi, hvað þá sígó, ekki mat eða sætindum. Hef aldrei verið sælgætisgrís eða goskerling. Nei, ég fer í heimilisbúðir og geng í leiðslu á milli fallegra
Skál, pabbi minn
Í dag er fæðingardagur föður míns. Margir minnast látinna foreldra sinna á samfélagsmiðlum í kringum fæðingardag þeirra og oftast eru þau skrif á einn veg. Flestir hafa átt gegnumgóða foreldra, ástríka og styðjandi og þeirra er sárt saknað.

Fley og fagrar árar
Ég seldi litlu 48 fermetra íbúðina mína í haust, sextán ára gamla bílinn og flutti úr landi. Eftir margra ára umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að mér myndi vegna betur í þessu landi þar sem ég bý núna en því Íslandi sem ól mig.

Við búum öll á Brimhólum
Það er mikið talað um snilld og meistaraverk þessa dagana í tengslum við jólabókaflóðið. Svo sem ekkert nýtt, þetta tal endurtekur sig á hverju ári í nóvember þegar umsagnir og dómar um nýjar bækur streyma inn í fjölmiðla og alls konar bloggsíður um bókmenntir samfélagsmiðlum. Flestir höfundar

Heimskautaverur
Alveg er það dæmigert á bíllausum degi að einmitt þá geti ég ekki án bíls verið. Blessuð gamla Yaris druslan min sem hefur þjónað mér á malbikinu og upp um fjöll og firnindi undanfarin sextán ár. Stundum höfum við báðar haldið að hún væri jeppi ekki síst eftir að hún druslaðist alla leið austur á Font á Langanesi.

Sorgardagar
Á eftir gleðidögum koma sorgardagar. Gleðin getur ekki alltaf verið við völd. Ég verð að játa að ég hef verið sorgmædd að undanförnu yfir svo mörgu en aðallega yfir óhamingju annarra, ógæfu og dauða. Þorsteinn heitinn Gylfason heimspekingur skrifaði eitt sinn

Ég var yfirhomminn
Þegar Borgarleikhúsið setti upp bandaríska leikritið Englar í Ameríku eftir Tony Kushner árið 1993 var regnboginn ekki til á Íslandi og hinsegin umræðan ekki heldur. Leikritið var nýskrifað og Borgarleikhúsið var með fyrstu leikhúsum sem sýndi það utan Bandaríkjanna og ég var leikstjórinn.


Pestargemlingur
Nei, nei, ég er ekkert með kóvíd, sagði ég sigri hrósandi eftir að hafa tekið tvö hraðpróf og fengið neikvætt út úr báðum. Þetta er eitthvað annað, bara kvef eða venjuleg flensa. Svo er ég búin að fá kóvíd, upprunalega Alfa afbrigðið, mynda mótefni, fara í þrjár sprautur og er gasalega hraust, með góð lungu og

Um þjóðlegheit
Ég er ekki sérlega þjóðrækin manneskja og ekki þjóðleg á nokkurn hátt, kann varla þjóðsönginn frekar en aðrir Íslendingar. Þegar ég var barn óttaðist ég beinlínis allar stofnanir sem byrjuðu á orðinu þjóð eins og þjóðminjasafn og þjóðleikhús og finnst orðið þjóðarhöll alveg hræðilega

Af óheppni
Ýmiss konar óheppni um ævina rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég átti von á peningasendingu sem hvarf án skýringa. Vesalings stúlkan í afgreiðslu bankans tilkynnti mér eftir langa leit og samtöl við mennina bakvið tjöldin að hún gæti ekkert gert fyrir mig. Það sæist engin hreyfing á

Draumur flækingsins
Alla ævi hef ég verið að leita að hinu fullkomna draumahúsi, ekki aðeins á Íslandi heldur út um allan heim. Um síðustu helgi svaf ég eins og prinsessa í lítilli höll rétt sunnan við Stokkhólm þar sem næturgalinn söng og talaði tungum í hallargarðinum og sagði dobre, dobre

Þrotfræði
Ég veit ekki hvaðan þetta orð þrotfræði er upprunnið en ég hef vinkonu mína grunaða um að hafa búið það til yfir alls konar fræði, fyrirlestra og námskeið sem gera sér mat úr engu nema sjálfsögðum hlutum eins og til dæmis að mæta á réttum tíma í vinnuna, á fundi eða stefnumót. Eða að læra að vinna undir álagi …

Ímyndunarveiki
Þegar ég var í menntaskóla fékk ég stundum kvilla sem ég kallaði saltsýki. Þessi kvilli lýsti sér í því að mér fannst fingur mínir þrútna óeðlilega mikið og ég öll vera undirlögð af innri þrýstingi sem ég kunni engin skil á. Ef mér leið illa í hausnum, ef eitthvað var að trufla mig var það saltsýkinni að kenna. Eina
Peð á meðal Rússa
Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnana er að kveikja á heiminum. Hnötturinn lýsist upp og ég sný honum einn hring eða svo. Stundum staðnæmist ég við eitthvert land sem ég hef heimsótt gegnum tíðina. Einu sinni ætlaði ég aldrei til Indlands, var orðin gegnsósa af fordómum um landið, óaði við

Útlagar og kanamellur
Ég átti því einstaka láni að fagna að sjá yngsta og elsta leikrit íslenskra leikbókmennta um daginn hvort á eftir öðru. Byrjaði á Tyrfingi sem bauð mér persónulega á frumsýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins á nýja verkinu sínu Sjö ævintýri um skömm.