Dagarnir gleypa okkur
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Dagarnir gleypa okkur

Dagarnir gleypa okkur

já bókstaflega háma okkur í sig

við erum svo góð á bragðið

fram eftir öllu

Read More
Turnarnir falla
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Turnarnir falla

Fyrir tveimur nóttum dreymdi mig að ég hitti Halldór Laxness í útlöndum. Hann var þar ásamt Sigurði A. Magnússyni að hitta þriðja manninn sem var heimsfrægur rithöfundur. Þeir töluðu um manninn af mikilli virðingu og aðdáun en ég vissi ekki hver sá var eða hvað hann hét …

Read More
Um lestrarveislur
Anna Rakel Anna Rakel

Um lestrarveislur

,,Engin lestrarveisla“ sagði grísk-sænski rithöfundurinn Theodor Kallifatidis í sænska bókmenntaþættinum Babel þegar hann var spurður um álit sitt á Abdularazak Gurnah sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á dögunum.

Read More
Sænska næðið
Anna Rakel Anna Rakel

Sænska næðið

Það er ekki laust við að ég finni fyrir nettum kvíða þessa dagana, æ, þið vitið hauströkkrið yfir mér og allt það. En ástæðan er önnur, ég er á leiðinni heim til Íslands til að taka þátt í Jólabókaflóðinu. Annað árið í röð og í þetta sinn með sannsögu sem hefur tekið á mig að skrifa …

Read More
Meyjan talar út
Anna Rakel Anna Rakel

Meyjan talar út

Fyrir tuttugu árum kom fyrsta skáldsagan mín út. Hún hét Hátt uppi við Norðurbrún og fjallaði um þerripíuna Öddu Ísabellu sem tók fólk í meðferð heima hjá sér uppi í rúmi. Hún var pía sem þerraði tár. Orðið var afbökun á orðinu þerapía …

Read More
 Brjóst og blygðun
Anna Rakel Anna Rakel

Brjóst og blygðun

Þegar Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram í Danmörku skömmu fyrir 1970 fóru konur í mótmælagöngu á götum Kaupmannahafnar brjóstahaldaralausar undir mussunum og brenndu síðan brjóstahaldarana á báli. Í þeirra augum var brjóstahaldarinn eitt helsta merki um kúgun kvenna, óþægilegt undirfat sem hafði þróast …

Read More
Utangarðs í listinni
Anna Rakel Anna Rakel

Utangarðs í listinni

Ein er sú tilfinning sem ég hef aldrei almennilega unnið bug á og hún fjallar um listina og það að vera listamaður. Alveg frá því ég reyndi fyrst við listagyðjuna fannst mér ég vera utangarðs, ekki mega koma inn, ekki vera hluti af þeim heimi sem listamenn höfðu tileinkað sér. Frá því ég var barn langaði mig þó alltaf mest til að …

Read More
Mynd af Þjóðleikhúsinu
Anna Rakel Anna Rakel

Mynd af Þjóðleikhúsinu

Þegar ég var 10 ára var ég send í vist vestur á Þingeyri við Dýrafjörð til að passa sex börn. Það elsta var einu ári yngra en ég, það yngsta var 2ja ára. Og ég átti líka að vera ráðskona, sjóða þverskorna ýsu oní mannskapinn í hádeginu og kartöflur. Hjónin sem ég dvaldi hjá voru harðduglegir Vestfirðingar, konan vann í frystihúsinu …

Read More
Menningarverbúð
Anna Rakel Anna Rakel

Menningarverbúð

Í heimsborginni London þar sem tæplega tíu milljónir manns búa, setti ég eitt sinn upp leiksýningu. Á frumsýningu var fullt hús eða sjötíu manns. Á aðra sýningu mættu níu og ég fékk sjokk. Gamall maður meðal áhorfenda kom til mín og þakkaði fyrir sýninguna sem hafði  snert hann. Verst hvað það voru fáir, sagði ég. Fáir, svaraði hann, í sumum leikhúsum koma bara tveir. Þú mátt vera ánægð

Read More
Fjölskylduboð
Anna Rakel Anna Rakel

Fjölskylduboð

Þegar ég var barn í jólaboðum hjá ömmu minni og afa uppi í Holtum eins og hverfið rétt fyrir ofan Hlemm heitir, lá ég gjarnan í Öldin okkar og las hryllingssögur af börnum frá því fyrr á öldum sem voru svelt, barin og þrælkað út við erfiðisvinnu. Þetta voru oft munaðarleysingjar eða börn sem foreldrar gátu ekki alið önn fyrir og var því komið í fóstur, lentu á sveitinni eins og það hét.

Read More
 Við búum á Norðurpólnum
Anna Rakel Anna Rakel

Við búum á Norðurpólnum

Ég fór hringinn á dögunum á gömlum Yaris með æskuvinkonu. Hef ekki oft ekið hringinn og allra síst upp úr miðjum maí. Vegirnir voru auðir bæði af fólki og snjó en um leið og stigið var út úr bílnum áttaði ég mig á að þetta land er í raun á Norðurpóli jarðar, ekki skammt frá honum, heldur beint ofan á honum …

Read More
Ofbeldi er ómenning
Anna Rakel Anna Rakel

Ofbeldi er ómenning

Önnur bylgja #metoo umræðunnar hefur auðvitað ekki farið framhjá mér frekar en öðrum og ég verð að viðurkenna að hún vekur með mér mikinn óróa og óþol gagnvart öllu ofbeldi í mannlegum samskiptum. Ástæðan er einfaldlega sú að ég var alin upp á ofbeldisheimili þar sem aldrei var rætt um ágreiningsefnin …

Read More
Gosklám
Anna Rakel Anna Rakel

Gosklám

Ég heyrði á dögunum að það væri tvennt sem fólk ætti að forðast ef það vildi eldast með reisn. Í fyrsta lagi að gæta sín á því að detta ekki og brotna. Í öðru lagi að forðast að leita til læknis. Hætt er við að fólk sem brotnar á efri árum komist ekki á fætur aftur. Og of tíðar heimsóknir til lækna er ávísun á lyfjaánauð …

Read More
Sósíalismi í verki
Anna Rakel Anna Rakel

Sósíalismi í verki

Við vitum hvernig fór þegar mennirnir ætluðu að reisa hús sem næði alla leið til himna. Úr varð Babelsturninn þar sem allt mannkyn átti að búa og tala sama tungumálið. ,,Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina“ eins og segir í 1. Mósebók. En guð reiddist mönnunum fyrir hrokann og sundraði þeim og tungu …

Read More
Kast á landamærunum
Anna Rakel Anna Rakel

Kast á landamærunum

Ég er komin heim í mitt dýrðlega stofufangelsi sem flestir eru í meira og minna allt árið um kring án þess endilega að vera í sóttkví. Og mitt stofufangelsi er hreinn lúxus og allt nöldur um annað ekkert nema lúxusvandamál. Ég kom til Íslands á sumardaginn fyrsta og lenti strax í hasar og hremmingum …

Read More
  Vottorð og vandræði
Anna Rakel Anna Rakel

Vottorð og vandræði

Á dögunum bókaði ég tíma hjá lækni hér í þorpinu. Ætlaði að fá hann til að skrifa vottorð um að ég væri með mótefni svo ég gæti flogið til fósturjarðarinnar eftir margra mánaða útlegð. Ég átti nefnilega að koma heim í dag en lenti í flugrugli og kóvídflækju …

Read More
 Ýmis konar systrabönd
Anna Rakel Anna Rakel

Ýmis konar systrabönd

Stærsta og fyrirferðarmesta mublan á heimilum landsmanna er flatskjárinn ógurlegi. Hann trónir yfir heimilislífinu og hefur eflaust bjargað mörgum í pestinni sem leyfir aðeins ferðalög innanhúss. Framboðið af streymisveitum og sjónvarpsefni er svo mikið að það þarf ráðgjöf til að velja það besta. En sem betur fer er allt best eftir að Íslendingar fóru að framleiða sitt eigið sjónvarpsefni.

Read More
Ég er Daniel Blake
Anna Rakel Anna Rakel

Ég er Daniel Blake

Ég var að horfa á bresku bíómyndina I, Daniel Blake eftir Ken Loach frá 2016 sem sósíalistarnir á Facebook eru svo hrifnir af. Einn þeirra segir að allir ættu að horfa á hana að minnsta kosti einu sinni í viku. Hún gerist í Newcastle á Englandi og segir af baráttu verkamannsins Daniel Blake við skrifræðisskrímslið, lýsir vel fátæktargildrum lágstéttarinnar …

Read More
 Mont er best í hófi
Anna Rakel Anna Rakel

Mont er best í hófi

Þótt ég hafi enn ekki komist í samband við möttul jarðar og látið grilla á mér rassgatið, get ég montað mig af því að hafa komist oftar en einu sinni í erótískt samband við náttúruna. Ég hef orðið ástfangin af fjöllum, daðrað við kletta og rifið mig úr öllum fötunum til að pósa …

Read More
Frjálslega vaxnar konur
Anna Rakel Anna Rakel

Frjálslega vaxnar konur

Ég vildi aldrei verða kona þegar ég var barn og táningur. Og ég vildi alls ekki verða feit kona. Föðurröddin var svo sterk í mér og hún sagði að konur væru annars flokks og ef þær voru líka feitar áttu þær lítinn séns. Þetta var á þeim tímum þegar kynin voru aðeins tvö og ekki um neitt annað að velja …

Read More