
Maður og vél
Sænsk stjórnvöld stefna nú hraðbyri að því að fjárfesta fyrir milljarða í gervigreind til að dragast ekki aftur úr þeim ríkjum sem lengst eru komin í notkun hennar, Bandaríkjunum og Kína. Þegar ég heyrði um þessi áform Svía varð mér hugsað til þess að í Bandaríkjunum eru um eða yfir 300.000 kínverskir námsmenn.

Second hand drottning
,,Taktu síðdegið og kvöldið 6. nóvember frá; ekki gleyma síðkjólnum og varalitnum. Kem og sæki þig á kjólfötunum og fer með þig í Ríkissalinn í Höllinni um fimmleytið.” Svona hljóðuðu skilaboðin frá kónginum til drottningarinnar þegar henni var boðið til hátíðarkvöldverðar daginn eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Dansað fram í rauðan dauðann
Hvað er að frétta af heiminum, spurði ég kærasta minn einn morgun í vikunni. Hann hafði vaknað á undan mér og hlustað á morgunfréttirnar. Hann tilkynnti mér að Suzanne Osten, einn fremsti leikstjóri Svía, væri látin. Ég trúði honum ekki í fyrstu, ég hitti hana síðast í áttræðisafmælinu hennar í júní þegar hún bauð öllum sem koma vildu upp í dans. Og ég fór og dansaði við hana við undirleik tólf manna hljómsveitar.

Entertaining people
Long before she published her first novel, Hlín Agnarsdóttir had already made quite a name for herself in the theatre world. Among her more widely known works for the stage is Don’t Give Up, Guðmundur (with Edda Björgvinsdóttir, 1984), a revue that tells the story of Guðmundur, a man of the so-called ’68 generation. Looking back on his life, he tells his son about the

Gambúðarmenn á ferðalagi
Gambúð er nýyrði yfir yfir vissa tegund af fjarbúð og samansett úr orðunum gaman og saman. Þetta er mín persónulega þýðing á sænska orðinu „lustbo“ eins og gambúðarmaður minn kallar samband okkar. Önnur þýðing gæti verið glaðbúð, ekki síst núna í kjölfar gleðivikunnar. Fólk í gambúð hittist þegar það langar til að

Kósýkvöld á Bessastöðum
Ein af mætustu konum Íslands, hún Hafdís í Kramhúsinu, hringdi í mig á dögunum til að bjóða mér í svokallaða rauðvínsgufu. Hún hélt að ég væri enn á landinu og vildi endilega að ég hitti leikfimissystur mínar til að spá og spekúlera. Í leiðinni sagðist hún hafa verið að hlusta á útvarpsþáttinn Bréfberinn sem hvarf þar sem ég var einn af viðmælendum.

Búin að kjósa
Ég er komin úr minni Ameríkuferð en skaust rétt sem snöggvast til Íslands til að hitta tannlækni og til að kjósa. Já og gera ýmislegt annað sem engum kemur við. Það var ekkert að tönnunum í mér, ekkert frekar en fyrri daginn og bara gaman í kjörklefanum með öllum stimplunum. Ég kaus þessa á myndinni. Hún er
Rétt og röng ritskoðun
Það kom að því, þessu sem ég hef kviðið mest hér í Bandaríkjunum, að mér yrði slaufað, að ég væri ekki alveg nægilega hreintrúar í afstöðu minni til viðkvæmra mála eins og kynþáttar eða kyns, að ég yrði stimpluð sem hvít, gagnkynhneigð forréttindakona, kannski ekki beint rík en þó betur sett en mörg önnur sem búa við ójöfnuð. Það kom að því að ég lenti í ritskoðun.

Upptekin í skóla
Eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði í grísku þegar ég vann sem leiðsögumaður í Aþenu fyrir tæpum fjörtíu árum var orðið ”aposkolimeni” sem þýðir að vera upptekin. Þetta var alveg nauðsynlegt orð fyrir unga konu úr Norðurhöfum sem alltaf var verið að bjóða í kaffi á ströndinni og þá oftast

Ameríka er stór
Ameríka er stór, svo mikið er víst. Svo stór að ekki er hægt að hafa neitt annað orð yfir hana en einmitt það að hún er stór, risastór. Að minnsta kosti í samanburði við litla Ísland sem er eins og dvergur við hliðina. En við erum auðvitað best í öllu miðað við höfðatölu eins og alltaf var sagt hér áður fyrr þegar

Óreiðan í tilverunni
Ég varð sjötug á árinu sem leið en ekki fékk ég neinn jeppa í sjötugsgjöf eins og mamma þegar hún varð sjötug. Nei, ég seldi skrjóðinn minn og fékk mér gönguskó fyrir andvirðið. Svokallaða Uppsalaskó. Satt best að segja var það ein af

Nóbel í nánd
Ekki fékk ég neina tilnefningu til bókmenntaverðlauna í ár frekar en í fyrra eða hitteðfyrra eða árið þar áður. Aumingja ég, kemst aldrei á blað hjá dómnefndum, verð aldrei þýdd á erlend tungumál, get ekki montað mig af neinum viðurkenningum á sívíinu mínu, ekkert sem vert er að nefna.

Afmælisdiktur
Í dag hef ég lifað í sjötíu ár. Trúi því varla sjálf en verð víst að trúa því. Á þessum degi er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að lifa öll þessi ár við tiltölulega góða heilsu eða eins og ég sagði við gamla vinkonu: Í minni fjölskyldu er ekki mikið um arfgenga sjúkdóma - ja nema helst á geði.

Flugukona strákanna
Ég var ekki á Lækjartorgi á kvennafrídaginn 1975 eins og allar aðrar ungar og róttækar konur. Ég var í Alþýðuhúsinu á Siglufirði að halda ræðu. Ég var rétt að verða 22ja ára, bjó í kommúnu og var í kommúnistasamtökum. Hluti af því starfi var að taka þátt í Rauðsokkahreyfingunni þar sem kjörorðið var „Kvennabarátta er stéttabarátta.“

Ástarfeimni
Ég er smákvíðin þessa dagana. Það er nefnilega að koma út bók eftir mig. Sú þriðja sem byggir á minningum mínum og í þetta sinn minningum um ástarsambönd sem ekki gengu upp, sem aldrei fengu að láta ljós sitt skína. Ég hef alltaf verið feimin við ástina, alltaf hrædd við að viðurkenna ástartilfinningar, að láta aðra sjá að ég væri ástfangin, ekki síst þann sem

Áhrifavaldur fellur frá
Best að viðurkenna það strax. Fáir rithöfundar hafa haft jafnmikil áhrif á mig og Guðbergur Bergsson. Ég var bara 14 ára þegar ég heyrði hann fyrst nefndan. Það voru jól og mamma og pabbi voru að lesa Ástir samlyndra hjóna sem þá var nýkomin út og hlógu upphátt. Hvílíkur titill á einni bók. Hvað var svona fyndið við þennan höfund? Ég varð að komast að því.

Ég er ekki normal
Ég hef alltaf verið upp á karlhöndina. Eða svo segja vinkonur mínar, þær segja að ég sé meira fyrir karlmenn en konur. Og það er alveg satt, ég hef alltaf verið veik fyrir karlmönnum og er það enn, þótt það sé ekki beint í tísku hjá konum á mínum aldri og með mína fortíð. En hvernig sem á því stendur verð ég að viðurkenna að ég er gagnkynhneigð kona.

Grikklandsárin
Ég skrapp til Grikklands á dögunum. Hafði ekki komið þangað í heil átta ár. Ekkert land hefur haft jafnmikil áhrif á mig og Grikkland og ekki síst menning þess og tungumál. Ég átti því láni að fagna rúmlega þrítug að fá að starfa í tvö löng sumur sem fararstjóri í fallegum strandbæ utan við Aþenu og síðar meir bæði

Skreppitúrar
Ég hitti einu sinni danska konu og Íslandsvin, Mette Fanö, sem sagði að Íslendingar væru alltaf að skreppa eitthvert. Henni fannst þetta sagnorð að skreppa svo fyndið. Hún hafði orð á því eftir að ég sagðist ætla að „skreppa til London“ yfir eina helgi. Og já, það er mikið til í þessu, við erum alltaf að skreppa eitthvað eða skutlast yfir allan heiminn eins og það sé ekkert mál.

Dumbungur
Ég er komin i fjörðinn minn sem ég á auðvitað ekki neitt í en hann aftur móti mikið í mér. Fyrsta gönguferðin á fornum slóðum rifjar upp gamlar minningar þegar ég gerði lítinn hálf hringlaga hvamm að útileikhúsi eins og í Grikklandi til forna, lét börnin sitja í brekkunni á meðan ég dansaði ballett fyrir þau á balanum.