Tjáning er þjáning
Anna Rakel Anna Rakel

Tjáning er þjáning

Við lifum á tímum þar sem allir mega segja allt jafnvel þótt þeir hafi ekkert að segja. Það var öðruvísi hér áður fyrr og örugglega miklu betra þegar kynin voru bara tvö og kynþættirnir höfðu þann lit sem þeir hafa, svo ég tali nú ekki um þegar vangefnir voru vangefnir, geðveikir geðveikir og öfugir öfugir. Í dag er allt öfugsnúið

Read More
Að fara í gústaf
Anna Rakel Anna Rakel

Að fara í gústaf

Það skelfur ekkert hjá mér þessa dagana enda ekki til ólíkari lönd en Ísland og Svíþjóð jarðfræðilega svo ég minnist ekki á annað sem aðgreinir þjóðirnar tvær. Og ekki skelf ég úr kulda því vorið er komið og er ansi snemma á ferðinni finnst Svíum. Ég er þó enn í mínu sænska híði og hef varla farið í ,,gústaf“ eins og eitt af bónus

Read More
Sturlunga hin nýja
Anna Rakel Anna Rakel

Sturlunga hin nýja

Þegar pabbi minn var komin á efri ár og aðeins farið að hægjast um hjá honum, átti hann það til að hringja í mig og halda einræður um það sem var efst á Baugi í hans huga. Það var einkum tvennt sem hann talaði um. Annars vegar var það Jóhannes í Bónus og öll hans snilld í verslun og viðskiptum, hins vegar Sturlunga

Read More
Ástin er ekkert grín
Anna Rakel Anna Rakel

Ástin er ekkert grín

Ástin var á dagskrá nýlega. Hún er reyndar alltaf á dagskrá, ekki bara á degi elskenda. Hún er eitt helsta umfjöllunarefni skáldanna. Við dásömum hana í ljóðum og söngvum, hún er út um allt og við komumst varla í gegnum lífið án hennar. Ekkert er verra en ástleysið, nema ef vera skyldi dauðinn. Sjálf hef ég alltaf

Read More
Hræðileg hamingja
Anna Rakel Anna Rakel

Hræðileg hamingja

Nú kveð ég skáldsöguna mína Hilduleik og sný mér að næsta verkefni hér í klaustrinu þar sem ég dvel um þessar mundir. Það tók mig þrjú ár að skrifa bókina en heil ellefu ár liðu milli hennar og síðustu skáldsögu minnar Blómin frá Maó. Einhverjum kann að finnast það langur tími milli bóka. Hinsvegar eru sumir ellefu

Read More
Heimsóknin sem breytti mér
Anna Rakel Anna Rakel

Heimsóknin sem breytti mér

Ég var 23ja ára sumarið 1977 þegar ég fór akandi frá Svíþjóð til Tékkóslóvakíu með vinum mínum. Við vorum fjögur í bílnum, þrír ungir námsmenn í Uppsölum og einn áhugasamur menntaskólanemi frá Reykjavík. Þetta var fyrsta alvöru útlandaferðalagið mitt, fyrstu kynnin af menningu og tungumálum sem ekki voru norræn. …

Read More
Að frelsa heiminn
Anna Rakel Anna Rakel

Að frelsa heiminn

,,Slín, þú vilt svo mikið,“ sagði vel meinandi sænskur sálfræðingur við mig fyrir tæplega fjörtíu árum. Ég vann á Ulleråker sjúkrahúsinu í Uppsölum, á deild fyrir margdæmda eiturlyfjafíkla sem voru nú dæmdir í meðferð. Þetta var tilraunaverkefni, fíklarnir skrifuðu undir samning um meðferð frekar en að lenda enn og aftur bakvið lás og slá fyrir síendurtekin eiturlyfjaafbrot.

Read More
Undir eigin fána
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Undir eigin fána

Mikið rosalega er ég fegin að þurfa ekki lengur að sækja um listamannalaun. Ég gerði það í nokkur skipti bæði fyrir leikhúsverk og síðar bækur sem mig langaði til að skrifa og satt best að segja var það oftast höfnun og vonbrigði. Ég fékk þó listamannalaun held ég samtals fimm sinnum á þessum þrjátíu árum sem ég reyndi að vera virkur listamaður. Auðvitað dugðu þau ekki til nema nokkra mánuði í senn.

Read More
Mótefnið dugar ekki á allt
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Mótefnið dugar ekki á allt

Ég er eins og konan í áramótaskaupinu sem var að gera alla vitlausa með mótefnamontinu í sér. Ég er nefnilega með mótefni og var alltaf að tönnlast á því í haust sem leið þegar ég þurfti reglulega að vera innanum fólk. Hélt það myndi létta aðeins andrúmsloftið og gera mér auðveldara fyrir. En öllum var nákvæmlega sama eða öfunduðu mig kannski af mótefninu.

Read More
Nýja árið er byrjað
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Nýja árið er byrjað

mánudaginn ellefta janúar

utan við gluggann ríkir hvítur vetur

hvítur vetur í garði

stuttur dagur en nóttin löng og svört

með hverri nóttu herðir frostið

Read More
Þökk sé þessu lífi
Hlín Agnarsdóttir Hlín Agnarsdóttir

Þökk sé þessu lífi

Í dag er ég 67 ára og hef sjaldan fundið til meira frelsis í huga og sál. Nú er ég komin á aflifunaraldur og fæ reglulegan aflifunareyri. Ég þarf ekki lengur að sækja um nein störf eða stöður enda hef ég aldrei fengið neitt af því sem ég hef sótt um jafnvel þótt heilu dómnefndirnar hafi metið mig hæfa.

Read More